miðvikudagur, mars 24, 2010

Vá hvað það er langt síðan ég komst hingað inn...

laugardagur, desember 23, 2006

Mikið búið að gerast í vikunni, fórum út að borða á mánudaginn með Stebba, Kristveigu, Dagnýju og Gústafi í tilefni þess að Stebbi átti afmæli (þann 19.des) og svo síðasta kvöldið okkar saman í Stokkhólmi en Dagný fór heim til Íslands daginn eftir. Á þriðjudaginn borðuðum við með krökkunum á ganginum, á miðvikudaginn fórum við á jólatónleika með Teknolog kören en Kristveig syngur í þeim kór og voru þetta mjög flottir tónleikar. Eftir tónleikana kíktum við á kaffihús með Kriz og fórum svo á próflokadjamm í KTH. Á fimmtudaginn versluðum við og tókum því rólega... á föstudaginn fórum við á tónleika með Peter Björn and John. Geggjaði tónleikar með þessu rosa fína sænska bandi.
Í dag er svo Þorláksmessa, búin að pakka og kíkja í bæinn, hittum Miu og kvöddum hana, prenta út flugmiða og erum að fara að borða kvöldmat.

Það lýtur út fyrir seinkunn á flugi heim til Íslands á morgun svo það gæti verið að jólin hringi inn hjá okkur yfir Atlantshafinu :0/

En því miður engin jólakort þessi jólin, þannig að jólakveðja til allra sem vilja kemur hér:

GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝTT ÁR :0)

þriðjudagur, desember 19, 2006

Sagan af Foxtrott partýinu...

Þannig er nú mál með vexti að einn sambýlingur minn (22 ára svíastrákur) stundar dansnámskeið af ágætis elju, hef ekki séð takt í manninum síðan hann byrjaði en það er annað mál...
Einn daginn tilkynnir hann okkur að við ætlum að hafa partý þann 9.des og
* að hann sé búinn að panta partýsalinn sem fylgir húsinu
* að við ætlum að dansa samkvæmisdansa
* að við ætlum að gera áfengisbollu og hafa fyrir alla allt kvöldið
* að við þurfum að rukka inn í partýið til að eiga fyrir salnum og áfenginu
* að það verði að vera dresscode, t.d. EKKI gallabuxur en bindi og síðkjólar æskilegt
* við þyrftum að finna eitthvað að gera fyrir gestina fyrir utan að dansa og drekka bollu (held hann hafi átt við samkvæmisleiki... veit samt ekki)

já veit ekki með ykkur en ég varð ekkert allt of glöð, í miðjum prófum þarna í desember og ekki í stuði fyrir síðkjólaball. Þá datt honum í hug að gera þetta að afmælispartýinu mínu svo ég yrði kannski aðeins ánægðari með herlegheitin. Vá hvað ég var glöð eða þannig því þetta þýddi auðvitað að ég þyrfti að taka þátt í skipulagningunni og þar fram eftir götunum....
Ég og Samantha (sambýlingur frá USA sem hjálpaði mér í þessu) tókum hann vin okkar nánast á eintal létum hann vita að
* það kynni enginn að dansa (hann kom því að að vinir hans kynnu að dansa...)
* við ættum ekki pening til að leigja þennan sal og við ætluðum svo sannarlega ekki að rukka vini okkar fyrir að mæta
* fólk kæmi með sitt eigið áfengi og ekkert vesen
* það gengi ekki upp að vera með dresscode því þá gætum við ekki mætt! (erum ekki með síðkjóla)
Greyið strákurinn fór í fýlu en fór fljótt aftur í gott skap sem betur fer. Við sem sagt héldum partý þann 9.des hérna í stofunni hjá okkur, allir komu með sitt eigið áfengi og allir voða voða glaðir. Ég keypti meira að segja jólaskraut til að skreyta stofuna og það komu að ég held milli 30 og 40 manns. Mjög skemmtilegt kvöld :)

EN stráklingur deyr ekki ráðalaus... vinur hans frá Grikklandi mætir í partýið og sá gaur er ELDGLEYPIR !! Já maður verður nú að hafa eitthvað partýtrikk... þannig að í miðju partýi voru allir út í glugga að horfa á eldgleypirinn sem stóð út í garði og gerði listir sínar - toppið það!

sunnudagur, desember 17, 2006

Ahhh hvað það er notalegt að vera í jólafríi! Búið að vera alveg nóg að gera síðan ég kláraði prófið á miðvikudaginn sl.
Eftir Ikeaferðina fór ég á sænskt uppistand með bekkjarsystrum mínum Miu, Jóhönnu, Söru og Önnu (allar eru þær sænskar þó nöfnin gætu gefið annað til kynna). Asskoti skemmtilegt hjá þeim og eftir showið fórum við á bar niðrí bæ sem heitir Akkeri. Ég var orðin ansi þreytt þarna eftir miðnætti (próf um morguninn og svona) þannig að ég fór heim samferða Söru þegar geyspinn var farin að trufla...

Á fimmtudaginn svaf ég út, kíkti í bæinn, las í skemmtilegri bók sem heitir "Creating sustainable cities" og fór svo til Lenu í mat. Við borðuðum saman ég, Lena, Rafael og kærastan hans. Lena er frá Lettlandi og Rafa frá Spáni en þau bjuggu með mér í Flemingsberg í fyrra og hafa ílengst hér við nám og vinnu. Alveg æðislegt að hitta þau aftur :) Hef ekki hitt Lenu síðan í fyrra og var farin að sakna hennar, Rafa hef ég hitt nokkrum sinnum á þessari önn. En hún Lena er svo mögnuð stúlka, talar rússnesku, lettnesku, frönsku, ensku og sænsku og er að vinna hjá sænsku fyrirtæki. Henni finnst það ekki nógu gott þar sem fyrirtækið er ekki alþjóðlegt og lítill möguleiki á frama þar. Þannig að hún er búin að sækja um vinnur hér og þar í Evrópu, helst vildi hún vinna í París. Lena er verkfræðingur, sérhæfð í kælikerfum og loftræsingum - alveg ótrúlega dugleg!

Á föstudaginn fór ég aftur í bæinn, keypti smávegis fyrir jólin og settist á kaffihús með bókina góðu. Um kvöldið var partý í skólanum hans Steinars, Konstfack. Fórum fyrst í partý með Línu (sænsk stelpa sem er í LHÍ á sama ári og Steinar) en hún er hér í jólafríi, og skelltum okkur svo í Konstfack. Mjög hressandi að fara út svona þriðja kvöldið í röð... langt síðan það hefur gerst þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað laugardagurinn var mikill letidagur.
Reyndar kíktum við í bæinn á laugardaginn, fengum okkur ameríska muffin í kaffinu og besta kebabinn í kvöldmat. Muffins og kebabinn voru á to-do-áður-en-við-förum-heim-listanum (eins og svo margt annað reyndar) en allavega getum við stytt listann um þessi 2 atriði.

Í dag, sunnudag, fórum við á Skansen með Stebba, Dagnýju, Kristveigu og Sigrúnu. Þar kíktum við á árlegan jólamarkað og fengum hressa sænska jólamenningu beint í æð. Veðrið var svo fínt, ískalt í fyrsta skiptið í vetur og heiðskírt. Gerist ekki betra!

Jahérna, allt of langt blogg og ég á eftir að skrifa meira! Skulda Silju t.d. sögu af Foxtrott partýinu... sagan kemur þá væntanlega inn á morgun ;)

Ha det så länge!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Ansi eru þeir sniðugir í meirihluta nýrrar borgarstjórnar hérna í Stokkhólmi. Þeir vilja breyta skilgreiningunni á "umhverfisvænum bílum" þannig að ákveðnir bensín- og díselbílar falli undir flokkinn miljövänlig eða umhverfisvænn. Þannig verða "allt í einu" til fullt af umhverfisvænum bílum í borginni en það er einmitt markmiðið að hafa flest öll ökutæki borgarinnar umhverfisvæn.
Upphaflega var þetta markmið sett til að minnka mengun og þrengslaskattur svokallaður settur á til að reyna að minnka óæskilega umferð um ákveðin svæði borgarinnar en umhverfisvænir bílar myndu sleppa við að borga þennan skatt. Minnihluti borgarstjórnar hefur bent á að þessi tillaga að breyttri skilgreiningu fellur ekki alveg að upphaflegu markmiði og að mínu mati fellur hún ekki inn í þá umhverfisvænu ímynd sem Svíþjóð vill og hefur skapað sér í gegnum tíðina.

Hmmm... ég ætla t.d. að breyta skilgreiningunni á prumpufýlu í sætan ilm! Sko nú þurfið þið aldrei að finna prumpufýlu aftur ;)

Annars er ég að læra fyrir próf sem ég fer í á morgun. Síðasta prófið á þessari önn og ég er orðin rosa spennt að klára þetta allt saman. Er búin að ná öllu hingað til og ætla nú að vona að ég skíti ekki í buxurnar á morgun. Kemur í ljós. Ekki alveg fag að mínu skapi samt, Bygg- och fastighetsekonomi, veit ekki hvað það er á íslensku en einhver hagfræði/viðskiptafræði allavega... EN á morgun kl.13:00 að staðartíma er törnin búin!
Ætla svo að skottast í IKEA með Miu beint eftir prófið, það verður svooooo mikið æði!

Er núna að hlusta á jólalög á netinu, æðislegt að hafa íslensk jólalög til að hlýja sér í ekki svo miklum kulda og koma manni í JÓLASKAPIÐ.

Gangi mér vel á morgun :)

laugardagur, desember 02, 2006

Fór í skólann í dag, í fyrsta skipti í langan tíma á laugardegi. Það var fínt fyrir utan smá þyngsli í hausnum eftir kvöld á króknum en við kíktum aðeins á barinn með Samönthu, Önnu og David í gærkvöldi. Ekki dugði það okkur að fá nokkra bjössa heldur bakaði ég pönnukökur fyrir mannskapinn þegar heim var komið veeeeel eftir miðnætti. Alltaf jafn hressandi að fá sér pönnsur!

Eftir verkefnavinnu í dag hitti ég Ingibjörgu básúnuleikara en við erum að fara að spila saman í Íslenska sendiráðinu í næstu viku. Verið er að stofna Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi, FÍNS, og í tilefni þess ætlar sendiherrann Guðmundur Árni Stefánsson og hans frú að bjóða okkur námsmönnunum til samkomu. Kíktum í musikrummet í félagsaðstöðunni í KTH og slógum á létta (píanó)strengi :)

Svo nálgast jólin óðfluga, fyrst þarf ég að hugsa um verkefni, kynningar og próf og svo get ég einbeitt mér að jólastemningunni. Er búin 13. des í skólanum og eftir það verð ég bara niðrí bæ ef þið þurfið að ná í mig hehe...

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Hjónalíf!

Hjónin að fara að sofa...
K: Eigum við að veðja?
S: Veðja um hvað?
K: Að þú sofnir á undan mér í kvöld.
S: Katrín, það er ekki veðmál það er LÖGMÁL!

2 mínútum seinna...

S: *hrjót hrjót*